ÞRETTÁNDI KAFLI Icesave-hneykslið í Hollandi

ÞRETTÁNDI KAFLI

Icesave-hneykslið í Hollandi

 

Einn þáttur í örþrifum Landsbankans eftir að fjármálakreppan dýpkaði var stofnun útibús bankans í Hollandi í maí 2008 og rekstur Icesave-innistæðureikninga.

Allt frá því að bankinn byrjaði að starfrækja Icesave í Bretlandi í október 2006 hafði framtakið verið lofað á öllum vígstöðvum. Seðlabankinn fagnaði því t.d. að Landsbankinn hefði breikkað tekjugrunn sinn og væri nú óháðari fjármögnun á lánamörkuðum.

Einnig hækkuðu matsfyrirtæki á borð við Moody‘s lánshæfismat bankans í kjölfarið. Allir fögnuðu og efasemdaraddir voru bæði fáar og lágværar.

Mikils miskilnings hefur gætt í umræðunni um Icesave-hneykslið og látið að því liggja að stofnun Icesave í Hollandi hafi verið með vitund og samþykki viðskiptaráðuneytisins eða ríkisstjórnarinnar. Því fer fjarri.

Um tilvist reikninganna vissi hvorki ég né nokkur annar ráðherra í ríkisstjórn Geirs H. Haarde fyrr en síðsumars 2008 þegar ég spurðiforstjóra FME um umfang og stöðu Icesave í kjölfar bréfs FSA til Landsbankans og FME.

Til að hefja starfrækslu reikninganna þurfti bankinn hvorki heimild frá viðskiptaráðuneytinu né lét hann með neinum hætti vita af starfseminni og útbreiðslu hennar. Þá hafði FME ekki heimild til þess að banna bankanum að taka við þessum innlánum, nema þá með því að afturkalla starfsleyfi hans á EES-svæðinu og fella þar með bankann og íslenska fjármálakerfið í einni svipan.

Hins vegar gat fjármálaeftirlit gistiríkjanna komið í veg fyrir stofnun innlánsreikninga í bæði útibúum og dótturfélögum, líkt og gerðist með slíka reikninga sem aldrei fóru af stað í Frakklandi vegna afskipta franska fjármálaeftirlitsins.

Icesave-ævintýri Landsbankans í Hollandi er hneyksli og einn ömurlegasti hluti af starfsemi bankanna undir lokin. Það var fullkomlega óábyrgt að hefja slíka innlánastarfsemi þess þegar þarna var komið, en um leið kom í ljós grafalvarlegur brestur í löggjöfinni sem var innleidd í kjölfar EES-samningins. Bankarnir einfaldlega máttu gera þetta, að því tilskildu að þeir hefðu starfsleyfi í einu ríkja efnhagssvæðisins.

Tryggvi Þór Herbertsson alþingismaður og fyrrverandi efnhagsráðgjafi forsætisráðherra greindi þessa atburði með eftirfarandi hætti í þingræðu 20. ágúst 2009:

„Þegar vart varð við lausafjárskort í byrjun árs 2006 og sérstaklega eftir fall vogunarsjóða Bear Stearns sumarið 2007 varð sneitt um fjármagn og bankarnir stóðu frammi fyrir lausafjárskorti.

Landsbankinn og Kaupþing leystu að hluta vanda sinn með því að opna innlánsreikninga víða um Evrópu. Landsbankinn var stórtækari og hóf umfangsmikla móttöku innlána í Bretlandi og Hollandi undir nafninu Icesave. Bætti sú ráðstöfun stöðu hans umfram Kaupþing og Glitni. Lánsmatsfyrirtækin verðlaunuðu þessa ráðstöfun Landsbankans með hærra lánshæfismati en hinir bankarnir tveir fengu og markaðurinn með lægra skuldatryggingarálagi…

Mikils misskilnings hefur gætt í umræðunni um það hver ábyrgð Breta og Hollendinga á reikningunum er í raun og því er ekki úr vegi að rekja hvernig staðið er að opnun útibús sem tekur á móti innlánum innan EES og hvernig eftirliti er háttað. Ef fjármálafyrirtæki með starfsleyfi hyggst opna útibú í öðru landi á EES-svæðinu er um einfalt ferli að ræða:

  1. Fjármálafyrirtækið sendir tilkynningu til fjármálaeftirlits þar sem móðurfélag er staðsett.
  2. Fjármálaeftirlitið getur stöðvað opnun útibús ef fjármálafyrirtækið er fjárhagslega vanbúið á þeim tímapunkti og stjórn þess ekki nægilega traust.
  3. Ef fjármálafyrirtækið uppfyllir kröfur um fjárhagslega burði til að stjórna slíku útibúi tilkynnir fjármálaeftirlit heimaríkis gistiríki um fyrirætlan fjármálafyrirtækisins.
  4. Fjármálafyrirtækið getur þá opnað útibúi í gistiríki að uppfylltum almennum skilyrðum gistiríkisins.

Eins og sjá má er ekki um sérstakt leyfi frá heimaríki að ræða, heldur er um að ræða einfalda tilkynningu…

Gistiríkið [er] í raun eini aðilinn sem getur stöðvað opnun útibús.“

Deilan um ábyrgð á tilurð reikninganna átti eftir að verða hörð og taka á sig ýmsar myndir þegar frá leið. Ein slík átti sér stað í febrúar 2010 á milli mín og Wellink þáverandi seðlabankastjóra í Hollandi, sem fór mikinn fyrir hollenskri þingnefnd til að fría sig og hollenska eftirlitið allri ábyrgð á reikningunum.

Það gekk illa enda kom fram í spurningu til hans frá einum þingmanna að franska fjármálaeftirlitið hefði stöðvað stofnun sambærilegra reikninga í Frakklandi. Af hverju það sama hefði ekki verið gert í Hollandi og hvort það sýndi ekki ábyrgð gistiríkis á tilurð reikninganna?

Wellink var mát. Þessu gat hann ekki svarað nema með því að saka íslenska Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið um blekkingar.

Úr varð að ég skrifaði grein í hollenska dagblaðið Volkskrant til þess að svara seðlabankastjóranum og halda málstað Íslands fram. Í kjölfarið varð mikið fjölmiðlafár í Hollandi enda greinin birt á forsíðu dagblaðsins víðlesna.

Í framhaldinu linnti ekki símhringingum frá hollenskum fjölmiðlum og úr varð að ég fór í símaviðtöl við tvo hollenska sjónvarpsþætti í beinni útsendingu til að standa fyrir máli mínu, auk fjölda styttri blaðaviðtala.

Greinin í Volkskrant var skrifuð á ensku og var svohljóðandi:

„Mr Wellink Lacked the French Resolve

It is puzzling to read the testimony of Mr Nout Wellink, President of the Dutch Central Bank, in Parliament at the so-called De Wit Committee investigating the financial crisis.

Mr Wellink apparently wishes to trace the current “Icesave” dispute (which will cost Icelandic, Dutch and British taxpayers large sums of money) to a curious proposition, to say the least:

“The Icelanders lied to us”, i.e. the Icelandic government somehow deceived the Dutch about the state of Icelandic financial institutions.

As a former Minister for Banking and Commerce in Iceland, I must take serious issue with such a grossly misleading statement.

Let there be no doubt that the financial supervisory authorities in all three countries, Iceland, the Netherlands and Great Britain, failed in realizing the enormous threats facing the international financial system in general and specific banks in particular.

In his own testimony to the De Witt committee last week, Mr Wellink confirms as much. Asked about a specific Dutch law proscribing the supervision of a bank branch in the Netherlands, Mr Wellink replied:

“Well, the supervision of a branch of a foreign bank doesn’t amount to much.”

The courts, which Iceland is denied to appeal to, would perhaps not agree to such an obeisance to the relevant EU directives.

This was shortly before Mr Wellink told the committee he had directly asked the relevant authorities in Iceland: “Does the [Icelandic] government guarantee those payments [under the Deposit Guarantee System]?”

The answer, Mr Wellink tells us, “was rather vague…. Formally the answer was no, but in reality the answer would have been yes.”

Mr Wellink´s answer itself is vague indeed – does the Dutch Central Bank regard “formal” answers of little value, because “reality” might be different?

One might with all respect ask in what reality Mr Wellink did operate his bank. The fact is that the Icelandic Deposit Guarantee System did not and still doesn´t have the means necessary to cover deposits made into the “Icesave” accounts.

That was the formal answer given to the Dutch Central Bank and while its gravity may have escaped its managers, it certainly did not elude their French counterparts.

While the Dutch Central Bank approved the establishment of the “Icesave” accounts depspite “internal e-mails and memos expressing concerns and asking questions”, the French took a different approach and approved no such accounts.

Every piece of information, any and all relevant numbers and statistics delivered to the Dutch Central Bank were collected, examined and audited in compliance with European law and regulations and international standards of accounting.

One may sympathise with Mr Wellink´s position, since he now admits that the Dutch Central Bank´s approval “was not a good decision”.

That decision nevertheless contributed to problems that are difficult for Dutch taxpayers, and possibly unbearable for Icelandic ones. Accusations of lies and intentional deceptions may create temporary comfort but are not a step to a lasting solution.

To the contrary, an unfortunate situation like this demands a shared responsibility in the spirit of two friendly nations that have a long history of amity and alliance.“

Eftir stendur að Landsbankinn hóf starfsemi Icesave í Hollandi svo seint sem í maí 2008, með samþykki hollenska seðlabankans.

Það var óafsakanlegt og ekkert réttlætir þann ábyrgðarlausa gjörning, en íslenska viðskiptaráðuneytið hvorki gaf sérstakt leyfi til þess né hafði neitt annað um það að segja.

Mikilvægt er að þessar staðreyndir um tilurð reikninganna og ábyrgð á þeim liggi fyrir.

 

FJÓRTÁNDI KAFLI Átök um þriðju neyðarlögin