FORSÍÐA

Nokkrum mínútum eftir að ríkisstjórnarfundurinn
hófst var forsætisráðherra kallaður fram.
Til baka kom hann fölur yfirlitum og augljóslega
mjög sleginn. Á fundinn hafði án fyrirvara
tilkynnt komu sína óboðinn gestur.

Björgvin G. Sigurðsson varð ungur viðskiptaráðherra
í ríkisstjórn Geirs H. Haarde. Nokkrum
mánuðum síðar brast á mesta fárviðri efnahags og
stjórnmála sem um getur í Íslandssögunni.
Hver hefur sína sögu að segja af þessum
umbrotatímum. Þetta er saga Björgvins.

 

FYRSTI KAFLI: „Skamma stund verður hönd höggi fegin“